Staðfangaskrá Notkunarskilmálar Útgáfa 1 – 01.03.2013

Staðangaskrá inniheldur eftirfarandi dálka. Sjá nánari eigindalýsingu í lýsigögnum. SVFN, LANDNR, HEINUM, MATSNR, FASTEIGNAHEITI, POSTNR, HEITI_NF, HEITI_TGF, HUSNR, BOKST, VIDSK, SERHEITI, DAGS_INN, DAGS_LEIDR, GAGNA_EIGN, TEG_HNIT, STADA, ATHUGASEMD, X, Y, HNIT. Við móttöku/niðurhal gagna telst viðtakandi samþykkur eftirfarandi notkunarskilmálum settum af Þjóðskrá Íslands (ÞÍ), Borgartúni 21, 105 Reykjavík, kt. 650376-0649:

1. Umfang og innihald:

a. Með skilmálum þessum veitir Þjóðskrá Íslands viðtakanda full réttindi til notkunar, dreifingar og birtingar staðfangaskrár. Viðtakanda er að auki heimilt að breyta, þróa áfram og bæta við skrána að vild. Þá hefur viðtakandi fulla heimild til notkunar staðfangaskrár við framleiðslu og birtingu afleiddra verka hvers konar.

b. Viðtakandi staðfangaskrár hlýtur fullan höfundarétt, skv. höfundalögum nr.73/1972, að þeim afleiddu verkum er hann framleiðir með notkun staðfangaskrár og/eða er frjálst að fela hverjum þeim sem hann kýs höfundarétt að afleidda verkinu.

2. Gjöld:

a. Viðtakandi greiðir ekki gjald fyrir staðfangaskrá.

b. Viðtakandi skal greiða þjónustugjöld fyrir beina afhendingu staðfangaskrár eins og lögbundin gjaldskrá ÞÍ kveður á um hverju sinni og birt er á vefsíðu stofnunarinnar. Þá getur viðtakandi einnig óskað eftir sérunninni tengingu staðfangaskrár við aðrar skrár ÞÍ og greiðir þá fyrir gögn og vinnslu samkvæmt áðurnefndri gjaldskrá.

c. Niðurhal staðfangaskrár af vef ÞÍ er með öllu gjaldfrjálst.

3. Tilvísun:

a. Við hverskonar notkun staðfangaskrár skal viðtakandi geta heimilda þar sem fram kemur eftirfarandi texti: „Staðföng: Þjóðskrá Íslands, [dd.mm.áááá afhendingar/niðurhals]“.

4. Ábyrgð og áreiðanleiki:

a. Staðfangaskrá er lifandi skrá og afhent í því ástandi sem hún er hverju sinni.

b. Viðtakandi gerir sér grein fyrir að nákvæmni og áreiðanleiki gagnanna er mismunandi eftir skráningarforsendum og tekur tillit til þess við notkun.

c. ÞÍ ber enga ábyrgð á beinu eða óbeinu tjóni sem viðtakandi kann að verða fyrir vegna notkunar eða afleiddrar notkunar staðfangaskrár.

5. Afhending:

a. Viðtakandi sem greiðir þjónstugjald fyrir afhendingu staðfangaskrár hefur rétt til að fá afhendingu gagna leiðrétta án frekari þjónustugjalda ef galli finnst á afhendingu sem rekja má til afhendingarferlis og viðtakandi lætur Þjóðskrá Íslands vita innan eins mánaðar frá afhendingu.

b. ÞÍ ber enga ábyrgð á villum eða mistökum sem kunna að verða við niðurhal staðfangaskrár af vef stofnunarinnar.

6. Almennt öryggi:

a. Við opinbera birtingu Staðfangaskrár eða afleiddra verka skal viðtakandi nota nýjustu útgáfu staðfangaskrár sem í boði er hverju sinni.

b. Ábendingum um staðfangaskrá skal koma á framfæri við ÞÍ í gegnum póstfangið landupplysingar@skra.is.