Allir opinberir aðilar eru hvattir til þess að birta gögnin sín á vefnum sem opin gögn á þessu vefsvæði opingogn.is.

Með opnum gögnum er ekki aðeins átt við að almenningi sé veittur aðgangur að gögnunum heldur að hver sem er geti notað, umbreytt og deilt gögnunum með hvaða hætti sem er. Það snýst um að hámarka aðgang og endurnýtingu á opinberum gögnum.

Aðgangur að opinberum gögnum og hvatning til endurnýtingar á þeim getur meðal annars fjölgað nýsköpunarmöguleikum, styrkt atvinnulífið, ýtt undir rannsóknir og aukið traust og gagnsæi í stjórnsýslunni. Í þessu samhengi teljast til opinberra gagna öll gögn sem safnað hefur verið saman, vistuð með skipulegum eða kerfisbundnum hætti af opinberum aðilum og eru eða geta verið birt og varðveitt með rafrænum hætti.

Þeir sem hafa áhuga á að gefa út gögn hér vinsamlegast hafi samband við opingogn@island.is.