Fjársýsla Ríkisins

Fjársýsla ríkisins er ríkisstofnun sem sér um fjármál ríkisins. Fjársýslustjóri veitir Fjársýslu ríkisins forstöðu og er skipaður af fjármálaráðherra til fimm ára í senn og ber ábyrgð gagnvart honum.

Hlutverk Fjársýslu ríkisins er að samræma reikningsskil ríkisaðila og tryggja tímanlegar og áreiðanlegar upplýsingar um fjármál ríkisins og stuðla að öruggri og skilvirkri greiðslumiðlun fyrir ríkissjóð.