Landgræðsla ríkisins

Landgræðsla ríkisins heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið og vinnur samkvæmt lögum um landgræðslu að stöðvun jarðvegs- og gróðureyðingar, gróðureftirliti og gróðurvernd. Ennfremur að fræðslu, leiðbeiningum, rannsóknum og þróunarstarfi á þessu sviði. Landgræðslan hét áður Sandgræðsla Íslands og var stofnuð árið 1907.