Landmælingar Íslands

Landmælingar Íslands eru leiðandi þekkingarstofnun sem heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið, með aðsetur á Akranesi. Landmælingar Íslands hafa það hlutverk að safna, vinna úr, varðveita og miðla landupplýsingum um Ísland. Stofnunin starfar annars vegar samkvæmt lögum um landmælingar og grunnkortagerð og hins vegar samkvæmt lögum um grunngerð stafrænna landupplýsinga. Lögð er áhersla á góða þjónustu með gildin nákvæmni, notagildi og nýsköpun að leiðarljósi.