Mosfellsbær

Mosfellsbær er sjöunda stærsta bæjarfélag á Íslandi með rúmlega 9000 íbúa. Sveitarfélagið er landmikið og spannar um 220 ferkílómetra og er staðsett í útjaðri höfuðborgarsvæðisins. Byggðarþróun hefur verið ör síðustu árin og sífellt fleiri hafa sótt í þá góðu blöndu borgarsamfélags og sveitar sem þar er að finna. Skipulag tekur mið af fjölbreyttri og fallegri náttúru bæjarfélagsins. Þar eru víðáttumikil náttúruleg svæði og einstakir útivistarmöguleikar í skjóli fella, heiða, vatna og strandlengju.