Þjóðskrá
Þjóðskrá heldur fasteignaskrá og þjóðskrá, ákveður brunabóta- og fasteignamat og annast rannsóknir á fasteignamarkaðinum.
Stofnunin gefur út vegabréf, nafnskírteini, Íslykil og ýmis vottorð.
Þjóðskrá leggur áherslu á skilvirka og snjalla stjórnsýslu.
Stofnunin sér m.a. um rekstur starfs- og upplýsingakerfa fyrir sýslumenn og sveitarfélög.
Stofnunin heyrir undir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið.