Sérfræðiorð fræðigreina

Íðorðabankinn hefur að geyma sérhæfðan hugbúnað fyrir skráningu og birtingu orðasafna yfir sérfræðiorð fræðigreina. Höfundar fá aðgang að skráningarkerfi til þess að vinna að söfnum sínum og bætast þau síðan í hóp annarra orðasafna sem almennir notendur orðabankans geta leitað í. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum gerir samning við höfunda orðasafna um að þeir fái endurgjaldslausan aðgang að skráningarkerfinu gegn því að stofnunin megi birta orðasöfnin í orðabankanum á Netinu. Höfundar hafa eftir sem áður allan rétt til verka sinna og geta birt þau hvar og hvenær sem þeir vilja.

Gögn og tilföng

Viðbótarupplýsingar

Svæði Gildi
Umsjónarmaður Agústa Þorbergsdóttir
Seinast uppfært 6.maí.2015, 22:35 (UTC)
Stofnað 6.maí.2015, 22:32 (UTC)