Lögbýlaskrá

Lögbýlaskrá er gefin út árlega fyrir allt landið á grundvelli upplýsinga úr þinglýsingarbók og fasteignaskrá. Útgáfan er á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins en samkvæmt 2. mgr. 26. gr. jarðalaga nr. 81/2004 er ráðuneytinu heimilt að fela öðrum aðila að annast gerð lögbýlaskrárinnar. Frá árinu 2010 hefur Þjóðskrá Íslands haft það hlutverk að gefa út lögbýlaskrána og er haldið utan um hana í réttindahluta fasteignaskrár. Samkvæmt jarðalögum teljast það lögbýli sem hafa fengið útgefið sérstakt leyfi frá ráðherra um lögbýlisrétt og skal því leyfi þinglýst. Við þinglýsinguna fær viðkomandi eign sérstaka merkingu í þinglýsingarhluta fasteignaskrár og birtist í næstu lögbýlaskrá sem gefin verður út. Í lögbýlaskránni sem nú hefur verið gefin út er að finna upplýsingar um rúmlega 6600 lögbýli sem skráð eru á landinu í dag.

Gögn og tilföng

Viðbótarupplýsingar

Svæði Gildi
Seinast uppfært 25.mars.2022, 14:53 (UTC)
Stofnað 12.desember.2017, 14:43 (UTC)