Staðfangaskrá

Haldið er utan um staðsetningu fasteigna í staðfangaskrá.

Staðföng eru til þess gerð að hjálpa hverjum þeim sem gagn hefur af að afla upplýsinga um staðsetningu fólks, landeigna, mannvirkja, svæða eða annars sem þörf er á. Staðföng nýtast þannig öllum almenningi með beinum hætti eða í gegnum hinar ýmsu stofnanir og fyrirtæki, svo sem stjórnvöld, neyðarþjónustu, rannsóknaraðila, veitufyrirtæki og fleiri.

Hugtakið staðfang er nýyrði í íslensku (e. access address). Staðfang hefur að geyma bæði lýsandi og rúmfræðilegar upplýsingar um staðsetningu. Með lýsandi upplýsingum er til að mynda átt við í hvaða sveitarfélagi, bæ eða hverfi staðfangið er að finna og við hvaða götu það er staðsett. Með rúmfræðilegum upplýsingum er átt við tvívítt hnit í samræmdu landshnitakerfi.

Staðfangaskrá inniheldur færslur fyrir yfir 95% allra skráðra fasteigna í fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands. Flest staðföng svara til mannvirkja eða mannvirkjahluta. Þar sem ekkert mannvirki er á landeign, fær landeignin sjálf staðfang.

Í grunninn er staðfang áfangastaður. Það vísar á inngang mannvirkis eða annars konar aðkomu. Tengslum staðfanga og landeigna er þannig háttað að mörg staðföng geta verið tengd hverri landeign en aðeins ein landeign er tengd hverju staðfangi. Þannig getur t.d. hver stigagangur fjölbýlishúss átt sitt staðfang.

Gögn og tilföng

Viðbótarupplýsingar

Svæði Gildi
Heimild https://www.skra.is/gogn/grunngogn-til-nidurhals/stadfangaskra/
Höfundur Inga Elísabet Vésteinsdóttir
Umsjónarmaður Tryggvi Már Ingvarsson
Útgáfa Uppfærð vikulega
Seinast uppfært 24.mars.2021, 12:28 (UTC)
Stofnað 20.maí.2014, 13:50 (UTC)
Eigindi staðfangaskrár https://www.skra.is/gogn/grunngogn-til-nidurhals/stadfangaskra/
Leyfisskilmálar http://www.skra.is/?PageId=401e3483-e1ac-48c9-aec0-5159581d2222