Mannanöfn

Lög um mannanöfn nr. 37/1991 tóku gildi 1. nóvember 1991. Af því tilefni var gerð skrá yfir öll fyrstu, önnur og þriðju eiginnöfn í nafnaskrá þjóðskrár. Einungis voru tekin á skrána nöfn þeirra sem báru íslenskt ríkisfang í þjóðskrá. Úr skránni var svo mannanafnaskráin samin. Ákveðið var að sleppa mörgum fágætum og óalgengum nöfnum sem menn báru þá í þjóðskrá og láta það eftir íbúum landsins að knýja á um frekari upptöku þeirra á mannanafnaskrá. Þá var bætt við skrána nokkrum gömlum nöfnum úr bókmenntum okkar sem íslenskufræðingunum þóttu þóknanleg og töldu geta orðið vinsæl aftur. Að þessu loknu var mannanafnaskrá prentuð (fjölrituð) og tilbúin til notkunar á gildistökudegi laganna.

Gögn og tilföng

Viðbótarupplýsingar

Svæði Gildi
Seinast uppfært 17.desember.2014, 14:36 (UTC)
Stofnað 4.desember.2014, 14:59 (UTC)